Volvoklúbbur Íslands stóð fyrir skemmtilegum viðburði í dag, þegar forstjóri Brimborgar flutti áhugaverðan fyrirlestur fyrir félagsmenn. Stjórn Volvoklúbbsins afhenti síðan félagsmönnum nýtt afmælisrit sem er nýkomið úr prentun. Glæsilegar veitingar voru í boði Brimborgar. Þetta var fyrsti vorviðburður félagsins eftir aðalfundinn. Við afhentum tæplega 40 blöð og fékk forstjóri Brimborgar fyrsta einktakið. Í næstu viku förum við með tímaritið í pökkun og sendingu til félagsmanna sem eiga eftir að fá afhent.
Þökkum Agli og Brimborg kærlega fyrir samstarfið í þessum viðburði.
Næsti viðburður félagsins verður safnaferð þann 1. júní næstkomandi, og verður nánar auglýst síðar.