Góð mæting á stofnfund félagsins

Stofnfundur Volvoklúbbs Íslands var haldinn í kvöld í húsakynnum Brimborgar sem voru svo góðir að lána aðstöðu sína. Undirbúningsnefndin gerði allt klárt fyrir stóra kvöldið og var orð manna að kvöldið hafi tekist vel. Milli 30-40 manns voru mættir á fundinn og voru góðar umræður um lög félagsins. Fyrsta stjórnin fékk góða kosningu og ætlar hún sér að standa vel að verki um utanumhald félagsins.

Þökkum þeim kærlega fyrir sem mættu í kvöld.

Comments are closed.