Góð mæting í fjölskyldugrillið

Volvoklúbburinn bauð félagsmönnum í grillveislu í kvöld í Guðmundarlundi í Kópavogi. Eins og síðustu árin þá var mætingin góð og veður gott. Það voru um 20 sem mættu í grillið, þar af um 9 börn. Boðið var uppá pylsur, drykki og meðlæti.

Þakkir til þeirra sem komu, en þetta var þriðja árið sem við bjóðum upp á svona viðburð.


Comments are closed.