Bensíneyðsla

Sláðu inn fjölda lítra og ekna kílómetra, þannig færðu eyðsluna á hverja 100 km.

Einföld reiknivél til þess að reikna bensíneyðslu per 100 km 14.71 l/100 km.

 

 

 

 

Hvernig sparar maður bensín í akstri?

Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögghemla þá getur eyðslan aukist um allt að 40%.Hagkvæmast er að taka rólega af stað og koma bílnum í háan gír sem fyrst. Jafn og mjúkur akstur með góðu flæði gefur besta raun enda fer allt að 50% orkunnar í innabæjarakstri í hröðun.

Hraðakstur

Með því að auka hraðann úr 90 km/klst í 120 km/klst getur eldsneytisnotkun aukist um allt að 20%. Hægt er að minnka eldsneytisnotkun um 10-15% með því að aka á 90 km/klst. frekar en 105 km/klst.

Stöðvum vélina

Bifreið í lausagangi skilar engu nema eyðslu og mengun. Ef bifreið er lagt í meira en 30 sekúndur borgar sig alltaf að drepa á vélinni.

 

Textaheimild: orkusetur.is