Góður afmælisakstur 240 bíla

Afmælisakstur Volvo 240 bíla var í dag í tilefni 40 ára afmælis þeirra en eins og volvomenn vita þá kom þeir fyrst á markað árið 1974.  Góð mæting var upp á plan Brimborgar og voru 21 Volvo 240 bílar mættir þar af öllum útgáfum og nokkrir af öðrum tegundum til að hittast og taka þátt í akstrinum. Nokkrir bílar vekja alltaf mesta athygli, en þar má nefna gula 242 bílinn hans Einars og svo glæsilegur grænn 245 station, 1979 árgerð. Bíll númer 22 mætti svo beint upp í Perlu, en takmarkið var að fá 40 bíla í afmælisaksturinn. Formaðurinn stóð vaktina og tók myndband er bílalestin keyrði niður Bíldshöfðann frá Brimborg. Smellið hér.

Aksturinn var niður í bæ eftir Sæbrautinni og gegnum Lækjargötu, Vonarstræti og endað í Perlunni. Það er alltaf erfitt að halda hópinn þegar að svona mörg ljós og þröngar götu eru og töluverð umferð að auki, en hópurinn var þó nokkuð vel samstilltur. Einn Volvo Amazon kom svo upp í Perlu alveg óvænt og var gaman að sjá þennan glæsilega 1967 árgerð af Amazon. Þeir sem eiga fleiri myndir af viðburðinum mega endilega senda okkur afrit á postur(hja)volvoklubbur.is eða á Facebooksíðuna.


Comments are closed.