Grill í Grafarvogi – Gufunesbæ

Árlega Volvo-grillið verður haldið þriðjudaginn 16. júlí og er fyrir félagsmenn okkar. Við höfum bókað grillsvæðið í Gufunesbæ í Grafarvogi, en við vorum síðast þar fyrir 5 árum. Veðurspáin er ágæt, og er gert ráð fyrir þurru veðri. Mæting kl. 18:00, næg bílastæði eru á svæðinu. Í boði verða pylsur, drykkir og meðlæti.
Á svæðinu er næg afþreying fyrir börn, svo endilega komið með fjölskylduna á þennan viðburð. Grillið er ætlað fyrir félagsmenn og fjölskyldu þeirra. Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn svo hægt sé að áætla veitingar.
Þeir sem ekki hafa komið á þetta svæði áður, þá er keyrt yfir Gullinbrú, yfir ljósin við Fjallkonuveg áfram að Rimaflöt við Gullnesti, þar er beygt til vinstri á ljósunum að Gufunesvegi.
Til að auðvelda okkur innkaup biðjum við þá sem ætla að mæta að melda sig staðfesta ásamt fjölda fullorðna og fjölda barna. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Skráning á viðburðinn er hér.

Comments are closed.