Grillað í Guðmundarlundi

Volvoklúbburinn bauð upp á fjölskyldusamkomu fyrir félagsmenn þann 30. júní síðastliðinn í hinum frábæra Guðmundarlundi í Kópavogi, þar sem klúbburinn leigði aðstöðu til að grilla fyrir mannskapinn. Það komu tæplega 20 manns í þennan viðburð sem var ágætt miðað við að veðurspáin var ekki frábær. Það var aðeins blautt í grasið en skjól undir grillhúsinu. Þakkir til þeirra sem komu og vonandi getum við boðið upp á þennan viðburð fljótlega aftur.


Comments are closed.