Einn vinsælasti viðburður Volvoklúbbsins eru grill viðburðirnir, okkar þó svo að þeir séu almennt haldnir með stuttum fyrirvara.
Miðvikudaginn 9.júlí ætlum við að vera með fyrsta grillviðburð sumarsins og erum svo heppnir að Veltir ætlar að lána okkur aðstöðuna sína en þeir eru staðsettir í Hádegismóum 8. Volvoklúbburinn hefur áður notið gestrisni þeirra og viðburðir sem þar haldnir að jafnaði vel sóttir. Við hvetjum félagsmenn til að vakta tölvupóstinn sinn en við sendum félagsmönnum tölvupóstpóst í kvöld og nauðsynlegt er að tilkynna mætingu og gestafjölda til að áætla veitingar. Þessi viðburður er eingöngu ætlaður skráðum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra.
Hlökkum til að sjá sem flesta en viðburðurinn hefst klukkan 18:00.
Skráning er á FB viðburði hér.
