Á tímum Covid þá hefur ýmislegt verið í hægagangi hjá okkur, eins og útgáfa á skírteinum fyrir nýja félagsmenn sem sótt hafa um seint í sumar og haust. Það gleður okkur að tilkynna að þeir sem skráðu sig í sumar og haust eiga nú von á skírteini, séu þeir búnir að greiða kröfuna í heimabankanum. Umslag með skírteini fer á pósthúsið í dag eða á morgun. Þeir sem hafa sótt um á síðustu vikum og dögum hafa núna fengið kröfu í heimabankann til að greiða.
Í framhaldi af þessu þá styttist í næsta Volvo ár og er stefnan að vera tímanlega í þessu svo sem flestir geti verið búnir að fá skírteini strax í janúar, en þetta hefur stundum dregist hjá okkur fram í mars/apríl með þessa útgáfu.
Við náðum þó að halda næstum alla fasta dagskráliði í sumar, en ferðin í Borgarnes var þó ekki farin í maí þar sem hætt var við fornbílasýninguna þar. Að öðru leiti hefur dagskrá staðist í sumar og verið ágæt mæting á viðburði.
Næsti skipulagði viðburður er í desember og verður nánar auglýstur síðar.
Þökkum öllum þeim sem hafa þurft að bíða síðan í sumar og haust eftir skírteini.