Hefðbundinn áramótaakstur 2023

Kæru félagar. Hittumst á síðasta degi ársins og kveðjum árið eins og við þekkjum best, með stuttum volvo akstri í góðra vina hópi.

Árlegi áramóta akstur félagsins verður haldinn sunnudaginn 31. desember 2023. Mæting verður að vanda við Múlaveg við Skautasvell og Húsdýragarðinn í Laugardal, þar sem við höfum byrjað þennan akstur frá árinu 2017. Mæting kl. 13 og akstur hefst kl. 13:20.

Í ár förum við sem leið liggur upp í Grafarholt, tökum stóran hring þar og endum á Orkunni við Gylfaflöt í Grafarvogi.

Við þræðum okkur þægilega leið út á stofnbrautina og keyrum sem leið liggur upp í Grafavog. Keyrum strætóleiðina þar í gegn og yfir á Víkurveg og Strandveg í Grafarvogi. Stoppum við Orkuna Gylfaflöt, og þar ætti að vera hægt að fá sér kaffi og með því.

Við birtum leiðina eins og áður með fyrirvara um færð og veður.

Leiðarlýsing: Keyrum Engjaveginn að Gnoðarvogi og að Skeiðarvogi, beygjum þar að hringtorginu og förum í lykkjuna út á Miklubraut. Höldum okkur á hægri akrein þar og þéttum hópinn. Keyrum Vesturlandsveginn að Grafarholti og beygjum þar í lykkjuna.  Keyrum Þúsöldina að Kristinbraut, að hringtorgi og áfram Gvendargeisla að Biskupsgötu, niður að Reynisvatnsvegi og að næstu ljósum. Förum yfir brúna og Víkurveginn að Strandveginum sem leið liggur að Orkunni Gylfaflöt.

Þetta er leiðin í ár og hafa vonandi allir gaman að. Reynum að halda hópinn eins og aðstæður leyfa.

Skráning á viðburðinn hér:

Comments are closed.