Volvoklúbburinn stendur fyrir heimsókn á verkstæði Veltis að Hádegismóum 8 í Árbæ, laugardaginn 30. apríl næstkomandi kl. 13:00. Viðburðurinn stendur í u.þ.b. tvo tíma og verður boðið upp á léttar kaffiveitingar. Skráningarskylda verður í viðburðinn, sem er fyrir félagsmenn Volvoklúbb Íslands. Skráning verður í gegnum viðburð á fésbókinni.
Framkvæmdastjóri Veltis mun taka á móti okkur, kynna starfsemina og sýna húsnæðið og svara spurningum. Kaffiveitingar í lok heimsóknar.
Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.