Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hitting og grilli miðvikudaginn 1. júlí 18:30. Hittst verður við Gullsléttu 12 (áður Lækjarmelur 12 við Esjumela) í úthverfi Mosfellsbæjar. Beygt er útaf Vesturlandsvegi við Norðurgrafarveg.
Þar er Ólafur Árnason með verkefni sem hann mun sýna og segja frá, en það er endurgerð á LV63 Volvo vörubíl árgerð 1929. Ólafur hefur síðustu ár verið að gera upp bílinn og fáum við núna að sjá árangur síðustu ára hjá honum. Við vorum með hitting hjá Ólafi fyrir rúmum tveimur árum og það verður gaman að sjá stöðuna á verkefninu hjá honum.
Við ætlum að bjóða uppá léttar veitingar, grill og gos fyrir alla félagsmenn Volvoklúbbs Íslands.
Skráning á viðburðinn á facebókinni, https://www.facebook.com/events/617694315770335/