Þessi glæsilegi Volvo Duett hefur sést síðustu daga á ferð um Ísland. Sögunni fylgir að eigandinn sé Hollendingur sem átt hafi bílinn í 49 ár. Eigandinn hefur keyrt bílinn um allan heim, yfir Bandaríkin endilöng og Pan-American leiðina sem frá Suður Ameríku til Norður Ameríku. Einnig um Nýja Sjáland og eflaust mun víðar.
Bíllinn kom að sjálfsögðu með Norrænu ferjunni og hóf hann aksturinn á Seyðisfirði og sást til hans á Norð-austurlandi og á Norðurlandi síðustu daga þar sem þessar myndir eru teknar.
Volvo Duett var framleiddur á árunum 1953-1969. Einnig þekktir sem PV445 og PV444.