Það er komið að fyrsta viðburði sumarsins hjá klúbbinum.
Okkar árlega ferð á Bifhjóla og fornbílasýningu í Borgarnesi verður farin laugardaginn 11. maí 2019. Við munum hittast á Bílastæði Bauhaus kl. 11:50 og hefja akstur kl. 12:10. Öllum Volvo bílum óháð aldri er frjálst að mæta.
Núna er auðvitað frítt í göngin og einnig frítt inn á sýninguna. Volvo fornbílum er boðið að taka þátt í sýningunni með því að leggja á planinu eins og undanfarin ár. Sýningin stendur milli kl. 13-17 þennan dag og er öllum frjálst að stoppa eins lengi og hverjum og einum hentar. Þeir sem hafa farið áður eru beðnir um að leiða aksturinn í Borgarnes.
Fjölmennum í fyrsta viðburð sumarsins og tökum fjölskylduna með.