Hópakstur í Borgarnes

Hin árlega ferð til Borgarfjarðar á Mótorhjóla og fornbílasýningu Rafta Bifhjólafélags Borgarfjarðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar verður farin laugardaginn 12. maí. Hisst verður kl. 11:30 á bílastæðinu við BAUHAUS, Lambhagavegur 2-4. Áætluð brottför til Borgarfjarðar verður um kl. 12:00. Hittumst tímanlega og tökum myndir og spjall. Þeir sem hafa farið áður í þessa ferð eru beiðnir um að vera með fremstu bílum og leiða hópinn. Sýningin stendur frá 13-17. Enginn hópakstur er skipulagður á heimleiðinni.

Við höfum fengið að raða Volvo fornbílum upp á sýningarsvæðinu hjá þeim en fólk er alls ekkert bundið við að vera allan tímann þó svo bílnum sé lagt á sýningarsvæðinu.

Þeir sem greitt hafa félagsgjöld 2018 fá frítt í göngin báðar leiðir með miðum frá Volvoklúbbi Íslands. Allir fornbílar fá miða í göngin, en takmarkað magn er fyrir aðra bíla.

Borgarnesrúntur 2016

Comments are closed.