Hópakstur með Fornbílaklúbbinum

Stefnt er að því að hafa hópakstur með Fornbílaklúbbinum líkt og við gerðum í fyrra. Dagurinn er miðvikudagurinn 9. ágúst, eftir kvöldmat. Vinsamlegast takið daginn frá. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

Viðburðurinn í fyrra heppnaðist afar vel og mætt um 40 bílar og ekið var um Reykjavík. Vegna framkvæmda í miðbæ Reykjavíkur í sumar, verður valin ný staðsetning sem verður kynnt þegar hún liggur fyrir.

Comments are closed.