Hópakstur með Fornbílaklúbbinum

Miðvikudaginn 9. ágúst munu Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands standa fyrir sameiginlegum hópakstri. Farið verður frá Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða 20, kl. 20:30 en mæting er kl. 20:00.  Akstur verður frjáls um Grafarvog, um Folda- og Hamrahverfi í um 20 mínútur og endað á Olís við Gullinbrú. Tilvalið að taka fjölskylduna með.

Kaffi verður frítt með meðlæti í boði Olís. Þar verður hægt að kaupa bakkelsi og ís.

Við stóðum fyrir viðburði með Fornbílaklúbbinum á síðasta ári og þá mættu 40 bílar. Endurtökum leikinn í ár !

Hópakstur með Fornbílaklúbbi 2016

 

Comments are closed.