Hópakstur með Fornbílaklúbbinum

Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands standa fyrir viðburði, miðvikudaginn 22. ágúst. Klúbbarnir hafa verið með sameiginlegan hópakstur síðustu árin sem hefur lukkast vel og mæting verið góð. Þessi viðburður verður með svipuðu sniði og þegar keyrt var um Grafarvog í fyrra, í frjálsum akstri, en ekki ákveðinni leið.

Allir volvo bílar eru velkomnir, ekki er nauðsynlegt að vera á volvo fornbíl.

Mæting kl. 19:30 á planið við Skautahöllina í Laugardal. Brottför kl 20:00. Akstur um Voga- og Laugarneshverfi, stefnt er að því að enda í ísbúð.

Tillaga 1 að leið um Lauganeshverfið: Bílar keyra Engjaveginn framhjá Laugardalshöllinni, að hringtorginu við Reykjaveg, og áfram inn Sigtún. Beygt hægri við Gullteig, og til vinstri inn Kirkjuteig, hægri að Hrísateig, að Sundlaugarvegi. Að Laugalæk, og rúnta um hverfið þar.

Tillaga 2 að leið um Vogahverfið : Engjavegur að Glæsibæ, Vinstri inn Gnoðarvog, keyrt að Menntaskólanum við Sund, áfram Gnoðarvog í gegnum hringtorg eða Langholtsveg og rúnta um þann hverfishluta.

Comments are closed.