Hópakstur og hittingur með Fornbílaklúbbi Íslands

Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands standa fyrir sameiginlegum hópakstri og hittingi, miðvikudaginn 28. ágúst. Mæting verður á planinu við Skautasvellið í Laugardalnum kl. 19:30. Ekið verður þaðan upp í Grafarvog, að Gufunesbæ, þar verður stoppað áður en ekið verður um valin hverfi í Grafarvoginum, Rimahverfi, Borgarhverfi og Víkurhverfi. Aksturinn endar við Ísbúðina Gullnesti, Gylfaflöt 1. Þar getur hver og einn fengið sér ís á eigin kostnað, eða annað með kvöldkaffinu.

Akstursleið upp í Grafarvog: Múlavegur, Engjavegur, Gnoðarvogur, Skeiðarvogur, Vesturlandsvegur, Gullinbrú.

Fjölmennum í þennan árlega viðburð, allir volvobílar eru velkomnir.

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn á Fésbókarsíðunni.

https://www.facebook.com/events/2356370674447468/

 

Akstursleið að Gufunesi:

https://goo.gl/maps/gM7fuzD88ZuPj6ZTA

 

Akstur með Fornbílaklúbbi 2017

Comments are closed.