Hópakstur og hittingur

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hitting og hópakstri laugardaginn 5. maí kl. 11:00.  Hittst verður við Lækjarmel 12 (við Esjumela) í úthverfi Mosfellsbæjar.  Beygt er útaf Vesturlandsvegi við Norðurgrafarveg.

Þar er Ólafur Árnason með verkefni sem hann mun sýna og segja frá, en það er endurgerð á LV63 Volvo vörubíl árgerð 1929.

Boðið verður upp á Volvo vöfflur og með því.

Sænskur gestur að nafni Per Helgesson mun koma akandi á sínum Volvo 145. Hann mun heimsækja Ísland í maí og kemur með bílinn með sér í Norrænu.

Volvo eigendur á Volvo 140, 160, 240 og 260 eru hvattir til að mæta.

Hópakstur frá Esjumelum um kl. 12:30 að Hörpu og tekið stopp fyrir myndatökur og spjall.

Comments are closed.