Hópakstur um Suðurland

Nú er komið að árlegri ferð um Suðurlandið með Volvoklúbbi Íslands. Ferðin hefur verið farin undanfarin ár og endar á Hvolsvelli. Ferðadagurinn er laugardagurinn 1. júní næstkomandi. Tilvalið að taka fjölskylduna með í þennan akstur eða sameinast í bíla. Þrír félagar úr stjórn klúbbsins munu mæta í ferðina.

Brottför frá Shell við Vesturlandsveg stundvíslega klukkan 11:00. Brottför frá N1 Selfossi 11:45. Hópurinn heldur svo sem leið liggur á Hvolsvöll þar sem við heimsækjum Þór á Eldstó og fáum okkur kökur eða hamborgara (Hver og einn greiðir fyrir sig). Það eru allir velkomnir hvort sem þeir eru félagar í klúbbinum eða ekki. Engin krafa um að mæta á Volvo. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Hægt er að skrá sig á viðburðinn á fésbókinni.

Hvolsvallarrúntur á Eldstó 2016

Comments are closed.