Hóprúntur í Borgarnes í dag

Í dag, laugardaginn 7. maí stendur Volvoklúbburinn fyrir hópferð í Borgarnes, en þar verður Fornbílafjelag Borgarfjarðar með stórsýningu ásamt bifhjólaklúbbnum Raftar. Lagt verður af stað kl. 12:30 frá bílastæði Bauhaus við Vesturlandsveg. Þeir sem hafa farið í þessa ferð áður eru beðnir um að vera með fremstu bílum og leiða hópinn. Tólf eru skráðir á viðburðinn eins og stendur en oft bætist í fjöldann. Sýningin er á Brákarbraut í Brákarey, en beygt er til vinstri við gatnamótin við bensínstöðvarnar og keyrt þann veg sem leið liggur í gegnum Borgarnes. Sýningin sjálf stendur frá 13-17 og er mönnum frjálst að vera eins lengi og hverjum og einum hentar.

Frítt er í göngin fyrir fornbíla gegn þessum miða sem þarf að prenta út og framvísa í Hvalfjarðargöngum.

hvalfjardargong

Hér er tengill á viðburðinn:
https://www.facebook.com/events/544548272386463/

Comments are closed.