Það var fámennur en glaðbeittur hópur sem lagði af stað úr Reykjavík um hádegisbilið. Í hópnum var nýinnfluttur Volvo XC70, Volvo 850, Volvo 940se og svo aldurshöfðinginn 240 Volvo. Á Selfossi bættist svo annar Volvo 850 í hópinn og stefnan sett á Hvolsvöll.
Eins og venjulega beið Þór á tröppunum og tók vel á móti hópnum. Tvö stykki Volvo 142 stóðu í hlaðinu á Eldstó hvor öðrum glæsilegri. Þegar búið var að skoða og segja sögur á hlaðinu settist hópurinn niður og fengu sér súpu og gúrme hamborgara sem óhætt er að mæla með. Eftir matinn héldu sögurnar áfram af gömlum Volvoum og ferðalögum.
Til að toppa frábæran dag fengum við svo heimboð þar sem við fengum að sjá Amazon í vetrardvala.