Hvolsvallarrúnturinn 2022

Laugardaginn 11.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hóprúnt á Hvolsvöll. Þetta er í níunda skipti sem klúbburinn stendur fyrir þessum viðburði og er þetta elsti fasti viðburður klúbbsins.

Samkvæmt venju hittist hópurinn við fyrrverandi Skeljungsstöðina við Vesturlandsveg. Í ár var hópurinn mjög heppinn með veður og var oftar en ekki kærkomið að setjast inn í bílana, allavega þá sem voru með loftkælingu. Eftir stutt stopp á Selfossi þar sem einn fallegur Volvo S70 bættist í hópinn var stefnan tekin á Kaffi Eldstó á Hvolsvelli en þar hafa hjónin Þór og Helga tekið vel á móti okkur öll árin.

Fyrir utan Kaffi Eldstó var bílunum stillt upp og menn gáfu sér tíma í að skoða farartækin og nýr fáni Volvoklúbbsins var frumsýndur. Síðan var mönnum boðið að setjast inn í það sem við köllum orðið Volvosalinn á Hvolsvelli en þeir sem mæta hafa alla tíð fengið rúmgóðan sal til að setjast niður saman, næra sig og segja sögur. Við í stjórninni reyndum að fá heimboð í nágreninu en því miður hafðist það ekki. Ef það er einhver Volvoáhugamaður í nágrenni Hvolsvallar sem hefur áhuga og tök á að fá smá Volvoheimsókn á næsta ári þá má endilega hafa samband við okkur í stjórninni.

 

Comments are closed.