Íslendingur leikstýrði Volvo auglýsingu í Svíþjóð

Rúnar Ingi Einarsson er 33 ára Íslendingur sem starfar í kvikmyndaiðnaði. Hann er fæddur í Reykjavík og búsettur í Svíþjóð. Hann leikstýrði nýverið auglýsingu fyrir Volvo sem var um hinn nýja Volvo S60.

Auglýsingin er rúm mínúta að lengd, en tók heilt ár í vinnslu og voru tökudagarnir alls 11. Þá voru um 60 manna tökulið sem tóku þátt í verkefninu sem var tekið víðsvegar um Svíþjóð.  Nánar var fjallað um málið á mbl.is í dag.

Auglýsinguna má sjá hér.

Nánar um Volvo S60

Nýr Volvo S60 er bíllinn sem endurskrifar aksturssöguna.  Áreynslulaus frammistaða mætir innsæisfullri tækni, á meðan háþróaður undirvagn jafnar út þægindi og stjórn.  Akstursvalmögueikarnir setja þig í miðju þessarar öflugu upplifunar.  Innra rýmið er hannað í kringum þínar þarfir – staður þar sem tengingin og auðveld tækni sameinast þægindum sem einungis mannlegt hugvit og falleg skandinavísk hönnun getur gert.

 

Myndir: Volvocars.com

Comments are closed.