Eini Volvo 780 á landinu

Vitað er um einn Volvo 780 á landinu en sú tegund þykir frekar sjaldgæf enda framleiddur í skamman tíma og aðeins í 8518 eintökum.  Eigandi bílsins er þekktur undir nafninu Tóti í Sjallanum, en þetta er hann Þórhallur Arnórsson sem hefur verið í veitingabransanum í yfir 40 ár. Hann er bílasafnari og á nokkra mjög merkilega bíla í sínu safni. Einn af þessum bílum er Volvo 780, og er það eina eintakið sem vitað eru um á Íslandi.

Bíllinn er keyptur nýr af eiganda sem bjó á Havaí og svo seldur árið 2002 til eiganda sem bjó í Madison í Wisconsin. Núverandi eigandi kaupir bílinn inn til Íslands árið 2005. Bíllinn er sjálfur framleiddur árið 1991 sem Volvo 780 GLE með vélina B230FT og fjögurra þrepa sjálfskiptingu AW71. Útlit bílsins og innréttingar eru hannaðar af Bertone. Bíllinn kemur með loftkælingu og Cruise Control.

Tækniupplýsingar:

Vél: 2.3L 4 cylinder TURBO

Bremsur: 4-Wheel ABS

Þyngd: 1615 kg.

Verksmiðjunúmer: YV1HA872XMD011716

Volvo 780

Volvo 780

Volvo 780

Volvo 780

Volvo 780

Volvo 780

Volvo 780

Volvo 780