Gulllitaður Volvo 940 SE 1992

Þessi glæsilegi bíll var nýlega auglýstur til sölu og var óskað eftir tilboðum. Á endanum ákvað eigandinn bíllinn yrði bestur geymdur á Samgönguminjasafninu í Stóragerði. Áhugasamir geta því séð þennan stórkostlega bíl þar til sýnis í framtíðinni.
Þetta er einstaklega fallegur og mikið endurnýjaður 940 bíll, eflaust eini SE bíll landsins. Bíllinn hefur hefur verið geymdur inni á veturna á meðan núverandi eigandi hefur átt bílinn, eða síðan 2009.
230FB mótor
Ekinn 280þús km
Ljóst leður
Rafmagn + minni í bílstjórasæti
Tvívirk topplúga
Fjarstýrð samlæsing
Rafmagn í öllum gluggum