Sænskur Volvo PV444

Íslendingurinn Guðjón Grétar Aðalsteinsson er búsettur í Svíþjóð (Skáni, Fjälkinge) og starfar þar sem smiður, rekur eigið fyrirtæki og lærir verkfræði í Háskóla. Þar til nýlega var hann ekki með bíladellu, en hann var á Elgs og villisvínaveiðum í Svíþjóð, nálægt Fagerhult í Smálöndum, í leit að næstu bráð. Hann var að gangi nærri skógi og fann þar hlöðu sem geymdi Volvo PV444. Guðjón stóðst ekki mátið og keypti bílinn af dánarbúi. Bílinn er talinn vera 1954 árgerð og hefur verið í hlöðunni í rúmlega 50 ár.

Nýjasta áhugamálið er s.s. uppgerð á þessum frábæra bíl í Svíþjóð. Guðjón segist ekki hafa reynslu af slíku og muni hann leita ráða hjá þeim sem geta veitt aðstoð, og einnig finna sér leiðbeiningar á netinu.

Bíllinn er talinn vera ekinn um 200.000 þús km, mjög heillegur að sjá. Að auki fékk hann mikið af varahlutum og auka vél fyrir bílinn. Bíllinn er víst með sjaldgæfum litakóða að sögn fróðra manna, nr. 31 og voru víst fáir bílar með þeim lit framleiddir.

Mýs hafa nagað sætin og þarf Guðjón að útvega sér ný áklæði og mögulega svamp.

Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni úr fjarska, og við fáum vonandi fleiri fréttir af þessu metnaðarfulla verkefni.

Uppfært: Eftir rúmlega þriggja ára vinnu er bíllinn orðinn klár hjá Guðjóni í Svíþjóð.