Volvo 164 á Akureyri

Á Akureyri er nú einn veglegur Volvo 164, en bíllinn hefur líka verið á Reyðarfirði. Bíllinn er gulllitaður, árgerð 1971, með B30, sex sílandera vél, beinskiptur án yfirgír og leðursæti. Bíllinn er ekinn rúmlega 300.000 km. Eigandinn segir annan aðila hafa flutt bílinn inn frá Danmörku árið 2010 en bíllinn er settur á númer á Íslandi árið 2011 og seldur á Reyðarfjörð, en hann sé upphaflega frá Svíþjóð. Bíllinn er geymdur inni á veturna og notaður annars daglega. Bíllinn hefur verið til sölu árin 2014, 2015 og 2016, og vill eigandinn fá fyrir hann litlar 550.000 kr. Hann talar um að eyðslan sé 11 í langkeyrslu en 17-20 í innanbæjarakstri.

Eigandi bílsins er: Kjartan Vilbergsson.

27862_397446762225_99758_nSvona leit bíllinn út hjá fyrri eigenda í Danmörku, en eigandinn þar var Guðlaugur Hjaltason.