Við Hvolsvöll stendur einn ótrúlega vel með farinn og lítið ekinn Volvo 244 DL árgerð 1976. Eigandinn er bóndinn, Jens Jóhannsson sem býr við Hvolsvöll. Bílinn keypti hann í janúar 1977 og hefur átt hann alla tíð. Bíllinn er fyrst skráður í maí 1976. Ekki er vitað til að annar eigandinn en umboðið hafi verið á undan Jens. Bíllinn er beinskiptur og ekinn rétt yfir 130 þús kílómetra.
Myndir tók Jóhann Þorsteinsson /facebook.com