Hörður Björgvinsson er nýr eigandi af einum 244 GL gullvagni sem kom á götuna 18.07.1979. Hörður er aðeins þriðji eigandi bílsins en Guðjón nokkur Ólafsson (mágur Harðar) frá Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum átti bílinn til ársins 2015 frá árinu 1980. Fyrsti eigandi bílsins hét Helgi Friðþjófsson og var einnig búsettur undir Eyjafjöllum og var nágranni Guðjóns.
Hörður segir bílinn vera mjög heillegan, lítið ryð og er ekinn rúmlega 248.000 km. Hann ætlar að gera sitt besta við að varðveita hann og hlúa að honum eftir bestu getu.