Volvo 264 við Grenivík

Hér verður fjallað um bíl sem okkur þykir merkilegur. Bíllinn er Volvo 264 GL, árgerð 1979 sem hefur fram til þessa aðeins haft einn eiganda frá upphafi. Bíllinn er nú ekinn um 300.000 km, og er sjálfskiptur, og allur upprunalegur. Bíllinn hafði á sínum tíma mikil nútímaþægindi, eins og rafmagn í rúðum og speglum og leðuráklæði á sætum. Eitthvað sem okkur þykir sjálfsagt í dag, en ekki á þessum árum. Þessi bíll kom á götuna 14. júní 1979.

Eigandinn er Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli við Grenivík. Hann segist hafa keypt bílinn beint úr kassanum frá Velti Hf. að Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík.  Bergvin er einnig formaður Landssamtaka Kartöflubænda. Hann segir bílinn vera vinsælan sem brúðarbíll og þekktur á götum Akureyrar á 17. júní, en þá er bíllinn skreyttur íslenska fánanum. Hann segir bílinn hafa verið aðal fjölskyldubílinn allt til ársins 1996 en þá hafi hann verið frúarbíllinn á heimilinu. Núna fá barnabörnin að fara á rúntinn á bílnum sem og dætur hans.
Þess má geta að Volvo 264 var framleiddur frá árinu 1975-1982 í 132.390 eintökum. Bíllinn var með V6 vél, bæði 2.7 og 2.8 lítra.

10505423_625020390963892_1700686981375080841_n 10407191_625020587630539_1819651781725723682_n