Volvo 740 árgerð 1990

Þennan glæsilega bíl á Ólafur Jóhann Andrason.  Hann segist hafa eignast hann árið 2022 eftir langa leit að ryðlausum Volvo 740 á Íslandi.

Bíllinn er árgerð 1990. Vélin er B200E skráður 121 hestöfl. Með  Aw70 sjálfsskiptingu.Kom original með V knastás.

Keyptur nýr 1990 á Draco felgum og sami eigandi til 2018.

Bíllinn er aðeins notaður á sumrin og geymdur inni á veturnar hjá núverandi eiganda.

Myndir aðsendar frá eiganda.