Volvo 740 með einn eiganda

Benedikt Gunnar Sigurðsson er fyrrverandi yfirvélstjóri, fæddur árið 1945. Hann hefur átt fjóra volvo bíla í gegnum tíðina sem hafa enst honum vel. Meðal bíla sem hann á er einn glæsilegur Volvo 740 GL árgerð 1990 sem ber númerið XG842. Hann er ekinn yfir 400.000 km og keypti hann nýjan frá Brimborg. Hann hafði áður verið á Volvo 740 árgerð 1987 (X1295) sem hann lét upp í nýja bílinn. Hann segir að í dag noti fjölskyldan hans bílinn, ýmist börnin hans eða barnabörn.

En Benedikt á fleiri bíla, hann á einnig Volvo 142 árgerð 1971 en hann keypti bílinn í október 1970 af Velti og hefur hann verið í uppgerð hjá syni hans. Sá bíll ber númerið X1295.

Heima í Gautavík Volvo 740 GL XG-842 Hér eru tveir Volvóar sem hafa þjónað okkur dyggilega í áratugi báðir bílarnir hafa verið eknir 300,000 KM. Viðhafnarbílinn er árgerð 1990 en verðandi sparibíll er af árgerðinni 1971 Volvo 142  vC_c9k90IMG_8699Volvo 740 GL 1987 og 1990 þá nýr 5. ágúst 1990 á planinu hjá Velti hf.  Volvo 740 GL 1990 með nýju úliti