Volvo 740 station 1991

Þessi glæsilegi Volvo 740 GL árgerð 1991 var auglýstur til sölu í lok ágúst 2023. Bíllinn hefur verið í Laugarneshverfinu undanfarin ár og verið hverfinu mikil prýði. Bíllinn er vel með farinn og ekinn 225.000 km. Sjálfskiptur með gráum sætum. Vél B200E. Bíllinn er skoðaður til 2025.

Bíllinn kemur á götuna 26.4. 1991.

Þessum bílum hefur farið ört fækkandi hér á götum, sérlega station bílunum. Frábærir bílar í akstri og mjög endingargóðir.