Volvo Amazon 1967

Þessi Volvo Amazon árgerð 1967 hefur verið vel við haldið og átt nokkra eigendur. Fyrsti eigandinn er sagður vera, Kjartan Jóhannsson, síðar ráðherra og átti til ársins 1971 er Gunnar Melsted keypti hann.Veltir eignast bílinn svo árið 1984 til varðveislu en þegar Brimborg tók yfir Velti var Volvosafnið sem Veltir átti selt og þá kaupir Ólafur Friðsteinsson og setur á bílinn núverandi númer R-512.  Ólafur átti bílinn til ársins 1999 en notaði hann lítið. Seldi hann þá Einari Kárasyni sölustjóra hjá Myllunni bílinn og gerði hann mjög mikið fyrir bílinn og lét meðal annars heilsprauta bílinn.  Hann selur svo  bílinn árið 2003 til Ferðalands sem á bílinn í 1 ár og selur til Axel Wium árið 2004 og á  hann bílinn til ársins 2015 er núverandi eigandi kaupir hann, Hjalti Kr. Melsted.

15401008_10154590049090428_962435166846273321_n 15400579_10154589806585428_3951392044318173984_n 15350626_10154590049040428_6061288634811012488_n 15350525_10154590049205428_1734555438930715042_n 15349591_10154590049130428_8678636206069103138_n 15338880_10154590049170428_2334396041122983064_n 15326348_10154590049105428_3007790724175442917_n15319215_10154590048975428_7190105852014438534_n