Volvo PV444

Garðar Árnason er núverandi eigandinn af glæsilegum Volvo PV444 árgerð 1957. Hann segir bílinn hafa komið til Íslands árið 2007 en sá aðili var búsettur í Svíþjóð og keypti hann þar af manni sem gerði hann upp. Upprunalega fer bíllinn til Houston, Texas, en ekki vitað um frekari eigendasögu.  Garðar eignast bílinn árið 2013.

Bíllinn er beinskiptur með B16 vél og sex volta rafkerfi. Bíllinn ber númer R-3952 og er var auglýstur til sölu á 1.500.000 kr. árið 2015.

PV444 var fyrst kynntur árið 1944 og fór í framleiðslu árið 1946 og stóð til 1958, en á þeim tíma voru 196.005 bílar framleiddir. Þá tók við PV544, sem var framleiddur til ársins 1966.