Samþykktir

1. gr.
Félagið heitir Volvoklúbbur Íslands.

2. gr.
Heimilisfang félagsins er í Reykjavík.
Vefslóð: www.volvoklubbur.is

3. gr.
Tilgangur og hlutverk félagsins er eftirfarandi:

 1. Að stuðla að og efla góð tengsl milli þeirra sem hafa áhuga á Volvo bifreiðum .
 2. Að stuðla að því að arfleifð Volvo bifreiða varðveitist í hvívetna.
 3. Að stuðla að því að félagsmenn geti miðlað af reynslu sinni og leitað til annarra með sama áhuga.
 4. Að leitast við að aðstoða félagsmenn með ýmis innkaup og hagstæð viðskiptakjör og unnt er.

4. gr.
Með tilgangi sínum og hlutverki stefnir félagið að því:

 1. Að undirbúa reglulega samkomur og skapa þannig vettvang fyrir áhugamenn um Volvo bifreiðar.
 2. Að halda úti heimsíðu. Þar er varðveittur ýmiss fróðleikur og spjallþráður fyrir félagsmenn.
 3. Að birta reglulega fréttir af starfsemi klúbbsins og miðla fréttum um Volvo bifreiðar.
 4. Að halda utan um sögu Volvo bifreiða á Íslandi.

5. gr.
Félagið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á Volvo bifreiðum og langar til að deila áhuga sínum með öðrum. Skráning í félagið er á heimsíðu þess. Stjórn félagsins hefur heimild til að neita einstaklingi aðildar að félaginu ef sýnt  er að það þjóni hagsmunum félagsins. Það þarf að vera einróma ákvörðun stjórnar.

6. gr.

Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi og taka gildi árið eftir. Fjárhag félagsins má einungis nota í þágu félagsstarfsins eftir því sem stjórn telur þörf á hverju sinni. Stjórn félagsins er heimilt að veita styrki til góðgerðarmála. Sú upphæð skal að hámarki vera 100.000 krónur á ári en þó aldrei meira en 1/5 af ráðstöfunarfé félagsins.

7. gr.
Aðalfundur skal haldinn á fyrsta fjórðungi ársins. Til hans skal boðað á sem tryggilegasta hátt (á heimsíðu, með tölvupósti) með minnst þriggja vikna fyrirvara. Aðalfundir eru æðsta vald félagsins. Tillaga til breytinga á samþykktum skal berast stjórn  í síðasta lagi viku fyrir aðalfund.

8. gr.
Málefni sem tekin eru fyrir á aðalfundi:

 1. Skýrsla um störf félagsins.
 2. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
 3. Kjör til stjórnar um formann, ritara, gjaldkera, tvo meðstjórnendur og tvo varamenn.
 4. Tillaga að ársgjaldi.
 5. Breytingar á samþykktum.
 6. Önnur mál.

9. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum; formanni, ritara, gjaldkera, tveimur meðstjórnendum og tveimur varamönnum. Kosið er um tvö sæti í stjórn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs.
Þeir sem bjóða sig fram til stjórnar skulu hafa verið fullgildir félagsmenn í tvö ár (greitt tvisvar félagsgjöld). Framboð til stjórnarsetu verða að hafa borist stjórn í síðasta lagi viku fyrir aðalfund og verða frambjóðendur kynntir á heimsíðu félagsins. Á aðalfundi skal kjósa formann sérstaklega til tveggja ára.

10. gr.
Stjórn má skipa nefndir til að halda utan um samkomur, ferðalög og aðra viðburði sem stjórn eða aðalfundur kann að samþykkja (sbr. 4.g. og 6. gr.) Stjórnarmenn þiggja ekki laun fyrir fundarsetu.

11. gr.
Komi fram tillaga um að leggja félagið niður, skal það borið upp á aðalfundi og vera samþykkt af ¾ félagsmanna. Fjármunir og aðrar eignir þess skulu þá renna til Barnaspítala Hringsins.

 

Lög þessi voru voru samþykkt á stofnfundi félagsins þann 13.11.2013.
Reykjavík 13.11.2013.  Síðast endurskoðað á aðalfundi árið 2016.