Þann 28.ágúst síðastliðinn héldu Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands sameiginlegan viðburð fyrir félagsmenn sína. Þátttakendur hittust á bílaplaninu við Skautahöllina í Reykjavík þar sem hópurinn vakti mikla athygli. Um 30 bílar voru þar saman komnir og þar af um 1/3 meðlimir í Volvoklúbbnum. Leið hópsins lá frá Skautahöllinni og upp í Gufunesbæ þar sem hópnum var þjappað saman aftur eftir aksturinn og svo keyrðir nokkrir hringir um hverfið áður en hópurinn stoppaði við Gullnesti þar sem flestir fengu sér ís eða kaffi og skiptust á bílskúrssögum af bílum sínum.
Þetta var í fjórða skipti sem hóparnir taka sig saman í kvöldrúnt á höfuðborgarsvæðinu og vonandi sjá fleiri félagsmenn sér fært að mæta á næsta ári.