Næstkomandi laugardag (29.maí) stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri ferð sinni um Suðurlandið.
Þessi ferð hefur verið fastur liður hjá klúbbnum frá stofnun hans og verið mjög vel sótt bæði af meðlimum klúbbsins og oftar en ekki fólk sem ekki er í klúbbnum sem flýtur með enda ekki gerð nein krafa um að vera meðlimur til að taka þátt.
Eins og venjulega er brottför frá Shell stöðinni við Vesturlandsveg. Mæting er klukkan 10:30 og stefnt á brottför 10:45. Leiðin liggur að N1 planinu á Selfossi en þar hafa öll árin bæst fleiri bílar í lestina. Brottför frá Selfossi er áætluð 11:45 og þaðan keyrum við beint á bílaplanið fyrir framan Kaffi Eldstó á Hvolsvelli. Þar er tekið gott stopp og tækifæri til að skoða bifreiðarnar í ferðinni, segja sögur og næra sig.
Framhald rúntsins eftir Hvolsvöll fer eftir áhuga þeirra sem mæta en stjórnin er að kanna möguleika á skúraheimsókn en ekkert staðfest ennþá.