Leitum af forsíðumynd í nýtt Volvoblað

Volvoklúbbur Íslands er með í undirbúningi að gefa út afmælisrit á þessu ári. Við leitum nú til félagsmanna um góða forsíðumynd á blaðið og eins efni og myndum fyrir blaðið.

Við biðjum þá sem hafa næmt auga fyrir myndatöku að senda okkur mynd af sínum volvobíl. Sérstök valnefnd stjórnar klúbbsins velur svo úr bestu myndina á forsíðu blaðsins. Myndir sem ekki verða valdar á forsiðu geta átt möguleika að birtast annarsstaðar í blaðinu.

Það má senda okkur myndir á Facebook, eða á netfangið okkar, postur(hja)volvoklubbur.is.  Það má  gjarnan fylgja með nafn eigenda bíls og ljósmyndar.

Tökum við myndum til 1. mars 2019.

Comments are closed.