Volvo 780 árgerð 1985. Þessi bíll var sérstaklega gerður fyrir framkvæmdastjóra Volvo, Pehr G. Gyllenhammar og fékk hann bílinn á 50 ára afmælinu sínu. Bíllinn er í dag í eigu Volvo safnsins. Volvo 780 bíllinn var aðeins framleiddur í 5 ár og í 8518 eintökum.