Mánudagsmyndin 25. apríl

Mánudagsmyndin að þessu sinni er af bíl formanns Volvoklúbbs Íslands. Þetta er Volvo S80, 2.0T árgerð 2006 og ekinn tæplega 230 þús km.

Það var árið 2005 sem Ragnar féll fyrir hvítum Volvo S80 árgerð 1999 sem var til sölu hjá Brimborg og varð hann að eignast þennan bíl. Fyrri eigandi Júlíus Ólafsson hafði sett hann upp í nýjan S80 hjá Brimborg. Ragnar seldi þá bifreið svo vorið árið 2011 og saknaði hans mikið. En tíminn læknar sár. Árið 2012 setur  þessi sami Júlíus Ólafsson aftur bíl á sölu sem hann keypti árið 2005. Þá var það ekki hægt annað fyrir Ragnar en að kaupa hann líka. Sá bíll er á meðfylgjandi mynd og er tekin á Öxnadalsheiði í skíðaferð til Akureyrar.

 Bíllinn er Volvo S80. Með 2.0T (B5402T5) mótor. Sjálfskiptur, módel 2006. Nýskráður í nóvember 2005. Hann er ekinn tæplega  230.000 km og aðeins tveir eigendur. Núverandi eigandi er Ragnar Þór Reynisson, Formaður Volvoklúbbs Íslands.

DSCN4003

Comments are closed.