Mánudagsmyndin 4. apríl

Í apríl verður mánudagsþemað íslenskar myndir. OK-620, eða Volvo 240 árgerð 1990 er mánudagsmynd vikunnar. Bíllinn hefur átt þrjá eigendur en hann er keyptur í Brimborg árið 1990 af Atla Gylfa Michelsen sem á bílinn í tæp tvö ár og en selur bílinn vegna flutninga til Svíþjóð. Næsti eigandi kaupir bílinn sem er þá ekinn aðeins 6000 km og borgar víst aukalega fyrir bílinn þar sem númerið voru upphafstafir þeirra hjóna, Oddný og Kjartan Waage. Þau hjón hugsuðu sérlega vel með bílinn og fóru lítið á malarvegi og geymdu bílinn alltaf í skúr. Svo fór að þau seldu bílinn árið 2008, en þá var hann ekinn rúmar 100.000 km. Þá kaupir núverandi eigandi bílinn og nágranni þeirra hjóna, Magnús Magnússon og er hann nú ekinn tæplega 140.000 km, og hefur ferðast vítt og breitt um landið og fengið gott viðhald.

Bíllinn er sjálfskiptur með samlæsingar og rafmagn í öllu.

1936237_137137454000_3534567_n1936237_137137459000_4210793_n1936237_137137449000_2479097_n

Comments are closed.