MAX1 Bílavaktin, sem er söluaðili Nokian Tyres á Íslandi, mun nú í fjórða sinn ganga til samstarfs við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian gæðadekkja renna til átaksins.
Bleika slaufan er í senn árvekni- og fjáröflunarátak sem er nú haldið í ellefta sinn. Í ár rennur söfnunarfé Bleiku slaufunnar til Ráðgjafaþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og afar mikilvægt er að þeir og aðstandendur þeirra geti gengið að áreiðanlegri ráðgjöf og stuðningi í veikindunum og í kjölfar þeirra.