MAX1 Bílavaktin og BLEIKA SLAUFAN í samstarf

Fréttatilkynning frá MAX1.

MAX1 Bílavaktin sem er söluaðili Nokian tires á Íslandi hefur hafið samstarf við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian dekkja renna til átaksins. Á meðan samstarfinu stendur mun MAX1 jafnframt bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af Nokian dekkjum.

Bleika slaufan er árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands en slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 segir að með samstarfinu vilji MAX1 sýna samfélagslega ábyrgð með því að vekja athygli á mikilvægum málstað. Reglulegt eftirlit hjá Krabbameinsfélagi Íslands er mikilvæg forvörn í baráttunni gegn krabbameini. Með því er hægt að koma í veg fyrir mörg alvarleg tilfelli. „Þetta málefni skiptir miklu máli, ekki einungis fyrir konur heldur einnig fyrir karla. Við eigum öll konur í okkar lífi sem við þurfum að hvetja til að mæta í reglulegt eftirlit. Það getur skipt öllu.“ segir Sigurjón Árni.

Samstarfið hófst 1. október og verður út nóvember mánuð. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur talsins, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.

20% afsláttur af Nokian gæðadekkjum

Viðskiptavinir MAX1 sem versla dekk í október og nóvember leggja ekki einungis góðu málefni lið heldur fá einnig 20% afslátt af Nokian dekkjum. Nokian eru margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða.

Dekk eru af ólíkum gæðum

Starfsmenn MAX1 eru sérfræðingar í dekkjum og hafa unnið að því í samvinnu við Sjóvá að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Dekk eru einn af mikilvægustu öryggisþáttum bílsins. Þau eru eina snerting bílsins við veginn og öryggi bílsins veltur því á gæðum þeirra.  Dekk eru af mismunandi gæðum. Rannsóknir sýna að munur á hemlunarvegalengd tveggja dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar sem jafngildir lengd tveggja strætisvagna. „Við höfum alla tíð lagt megin áherslu á öryggi. Við eigum dekk í öllum verðflokkum en við ráðleggjum viðskiptavinum að velja gæðadekk.“ segir Sigurjón Árni. „Nokian dekk eru ein þau öruggustu sem völ er á og hafa ítrekað verið valin bestu dekkin í gæðakönnunum.  Nokian er jafnframt eini framleiðandinn sem sérhæfir sig í aðstæðum eins og finnast hér á Íslandi.“

 MAX1 og Bleika slaufan mynd nr. 2b

Ný reglugerð um mynstursdýpt

Ný reglugerð um mynstursdýpt mun taka gildi 1. nóvember. MAX1 hvetur bíleigendur til að kynna sér breytingarnar til að tryggja akstursöryggi og jafnframt að bíll sé löglegur í umferðinni. Hægt er að finna upplýsingar um nýju reglugerðina á heimasíðu MAX1.

 

Comments are closed.