MAX1 Bílavaktin afhenti í dag, ásamt fulltrúum finnska dekkjaframleiðandans Nokian tires, Krabbameinsfélagi Íslands 1,7 milljóna króna styrk. Hluti söluágóða Nokian dekkja sem seld voru hjá MAX1 í október og nóvember síðastliðnum rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum.
„Þetta er í þriðja sinn sem MAX1 og Bleika slaufan ganga til samstarfs og hefur mikil ánægja ríkt með samstarfið frá upphafi, jafnt hjá viðskiptavinum sem og starfsmönnum. Það er okkur mikilvægt að taka þátt í svona verkefni og vekja um leið athygli á þörfu málefni. Til viðbótar er skemmtilegt frá því að segja að Nokian í Finnlandi hefur kynnt samstarfið fyrir sínum markaðssvæðum og vonandi sjáum við samskonar samstarf um alla Evrópu á næstu misserum“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdarstjóri MAX1 Bílavaktarinnar.

Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktinnar afhendir Sigurlaugu Gissurardóttur, vefstjóra og kynningar- og fjáröflunarfulltrúa, og Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóra, hjá Krabbameinsfélags Íslands ávísunina. Með á Á myndinni eru Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Brimborgar, Aro Tuija, framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar hjá Nokian Tyres, og Teemu Valta, sölustjóri Nokian Tyres.