Fréttatilkynning:
MAX1 Bílavaktin sem er söluaðili Nokian tires á Íslandi afhenti nú í vikunni Krabbameinsfélagi Íslands styrk að upphæð 1.500.000 kr. Upphæðin safnaðist í október og nóvember en hluti söluágóða Nokian dekkja á þessu tímabili rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
MAX1 Bílavaktin og Nokian tires vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins. „Það er mikil ánægja meðal starfsmanna með samstarfið“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktinnar. „Með því að leggja Bleiku slaufunni lið viljum við vekja athygli á þessum mikilvæga málstað. Um helmingur kvenna mætir ekki reglulega í leit að leghálskrabbameini en átak eins og þetta hvetja konur til að mæta.“ Á heimasíðu Bleiku slaufunnar er að finna margvíslegar upplýsingar um leitina og þar er jafnframt að finna svör við spurningum varðandi skoðunina sjálfa.