Árið 2016 hefur verið einkar farsælt í rekstri hjá Brimborg. Velta félagsins fer í fyrsta skipti yfir 18 milljarða, metafkoma verður af rekstrinum og á árinu munu 3.000 bifreiðar verða nýskráðar af tegundunum Volvo, Ford, Mazda, Peugeot og Citroën sem er 38% vöxtur frá fyrra ári. Á heildarmarkaði kemur ríflega sjötti hver bíll frá Brimborg og á markaði án bílaleigubíla er hlutdeild Brimborgar 17,1%. Mjög góður gangur hefur einnig verið í sölu vörubíla, vinnuvéla, bátavéla og rúta frá Volvo ásamt því að met verður sett í útleigu bíla hjá Thrifty, Dollar og Saga, bílaleigum Brimborgar.