Aðalfundur félagsins verður haldinn 1. apríl 2019, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6. Gengið inn að framanverðu og niður tröppur.
Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði.
Auglýst er eftir framboðum varamanna í stjórn félagsins og nefndir.
Lagabreytingatillögur og framboð þurfa að berast viku fyrir aðalfund.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Dagskrá:
- Setning fundar
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Ársreikningar lagðir fram
- Ársskýrsla stjórnar
- Kosning varamanna
- Tillaga að ársgjaldi 2020
- Lagabreytingar
- Önnur mál